Spurt og svarað

REIR20 er sjóður sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði og er í eigu Reir ehf., félags með yfir 20 ára reynslu af mannvirkjagerð og fasteignaþróun. REIR20 býður allt að 20% stuðning við kaup fasteigna sem eru í eigu Reir ehf.

REIR20 er hýstur og rekinn af eignastýringarfélaginu Stefni sem er eitt stærsta eignastýringarfélag landsins og hluti af samstæðu Arion banka. 

Sjóðurinn mun fjárfesta í hlutdeild í viðkomandi fasteignum sem verða í óskiptri sameign með einstaklingum.

Allar íbúðir úr verkefnum Reir verk ehf., sem eru í eigu Reir ehf. samstæðunnar, bæði fullbúnar íbúðir og íbúðir sem eru í byggingu og koma til afhendingar á næstu 10 – 18 mánuðum.

Einstaklingar og lögaðilar sem eiga að lágmarki 10% eigið fé og standast greiðslumat íslenskra banka fyrir allt að 70% láni. 

REIR20 leggur þá allt að 20% til og verður þar af leiðandi 20% meðeigandi eignarinnar.

Einstaklingurinn greiðir leigu sem nemur 5% af framlagi REIR20 til kaupverðs eignarinnar.

Leigan er EKKI greidd mánaðarlega heldur kemur til greiðslu við sölu eignarinnar eða við lok samnings.

Leigan er verðtryggð og gjaldfallin leiga ber verðbætur frá gjalddaga þar til hún er greidd.

Ef söluandvirði stendur ekki undir uppgjöri eftir að fasteignalán hefur verið greitt upp fellur leigan niður.

  • Kaupandi þarf aðeins 10% eigið fé til að hefja kaupin.
  • REIR20 leggur fram allt að 20% eigið fé til viðbótar.
  • Bankalán getur því verið 70% af kaupverði ef greiðslumat stenst.
  • Kaupandi getur einnig lagt fram hærra eigið fé og lækkað skuldir sínar.

Ef eignin hækkar í verði vegna markaðsaðstæðna þá fær viðskiptavinur ábata af sínum 80% eignarhlut að frádregnu uppsafnaðri leigu og eftirstöðvum fasteignaláns, sé það til staðar.

REIR20 fær jafnframt ábata af sínum 20% eignarhlut. 

Ef eignin lækkar í verði vegna markaðsaðstæðna og er seld á þeim tímapunkti, skiptist tapið hlutfallslega eftir eignarhlutföllum.

Viðskiptavinur ber rýrnun á sínum 80% hlut og REIR20 á sínum 20% hlut.

Leigan fellur niður ef söluandvirði stendur ekki undir því eftir að fasteignalán hefur verið greitt upp.

Eigandi sjóðsins er Reir ehf. kt. 550305-0380, móðurfélag Reir Verk ehf. kt. 510517-0830.

Reir ehf. er að fullu í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eir Einarsdóttur. REIR verk er fjölskyldufyrirtæki með áratugareynslu af byggingu fasteigna á höfuðborgarsvæðinu.

REIR20 er hýstur og rekinn af sjóðastýringarfélaginu Stefni hf, sem er hluti af samstæðu Arion banka.

Ávinningur REIR er að skapa virkari og öflugri markað með nýbyggingar REIR verks.  Ávinningur Stefnis felst í að reka og hafa umsjón með nýjum sjóðum sem ávaxtast í samræmi við verðþróun á íbúðarmarkaði.

Einstaklingurinn greiðir leigu sem nemur 5% af framlagi REIR20 til kaupverðs eignarinnar.

Leigan er EKKI greidd mánaðarlega heldur kemur til greiðslu við sölu eignarinnar eða við lok samnings.

Leigan er verðtryggð og bera verðbætur þar til hún eru greidd, en heimilt er að greiða fyrir lokauppgjör að hluta til eða í heild.

Ef söluandvirði stendur ekki undir uppgjöri leigu eftir að fasteignalán og annar kostnaður hefur verið greiddur, þá fellur hún niður.

Viðskiptavinur sér um daglegt viðhald eignarinnar og kostnað tengdan því, þ.á.m. húsfélagsgjöld.

REIR20 tekur hlutfallslegan þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem húsfélag samþykkir, en ekki vegna breytinga sem kaupandi ákveður sjálfur (t.d. innréttingar eða málningar) eða skemmda umfram almenn slit.

REIR20 er meðeigandi í eigninni og á allt að 20% eignarhlut. Kaupandi hefur engu að síður full yfirráð yfir keyptri eign og stendur undir öllum gjöldum tengdum rekstri hennar.

REIR20 greiðir engu að síður 20% hlut í fasteignagjöldum.

Kaupanda er heimilt að selja eignina hvenær sem er á samningstímanum. Það er þó þannig að ef sala á sér stað innan 18 mánaða frá gerð samnings leggst á slitagjald sem nemur kr. 200.000. Það er til þess að standa skil á kostnaði sem verður til við skjalagerð og umsýslu.

Kaupandi getur átt eignina lengur en 10 ár en þarf að gera upp samning við REIR20 með endurfjármögnun eignar að 10 árum liðnum.

Við sölu er samningurinn gerður upp á sama tíma. Seljandi fær sinn hagnað hlutfallslega þar sem 80% eignarhlutur hans hefur hækkað með markaðnum, að frádreginni 5% árlegri leigu fyrir fullan afnotarétt af 20% eignarhlut REIR20.

Leigan er skuldfærð mánaðarlega, verðtryggð og gerð upp við sölu eða lok samnings. Ef söluandvirði dugar ekki til að greiða upp fasteignalánið fellur leigan niður.

Að öðru leyti fer uppgjör þannig fram að fyrst eru greiddur sölukostnaður og fasteignalán, síðan er uppsöfnuð leiga gerð upp, og loks er það sem eftir stendur af 80% hlut viðskiptavinar greitt til hans.

Fyrir einstaklinga sem skortir eigið fé þá verður að vera hæfilegur eignarhaldstími til að byggja upp eigið fé með eignarhaldinu. Af þeim sökum var er ekki talið heppilegt að hafa eignarhaldstíma of stuttan.

Auk þess endurfjármagna einstaklingar gjarnan íbúðarhúsnæði á bilinu 5-10 árum og því var þessi eignarhaldstími talinn heppilegur.

Við kaup eignarinnar kaupir viðskiptavinurinn 80% og REIR20 kaupir 20% fasteignar beint af seljanda.

Viðskiptavinur fer í greiðslumat og tekur lán hjá bankastofnun/lífeyrissjóði eins og almennt gerist.  Það lán fer á 1. veðrétt í allri íbúðinni (100% eignarhluta) en að sama skapi fær REIR20 2. veðrétt í íbúðinni (100% eignarhluta)

Já kaupandi getur endurfjármagnað veðlán sín á samningstímanum. Til þess þarf alltaf samþykki REIR20 en jafnframt er REIR20 óheimilt að neita samþykkis án eðlilegrar og réttmætrar ástæðu.

Viðskiptavinurinn getur krafist þess að nýta kauprétt sinn hvenær sem er eftir afhendingu með því að tilkynna það skriflega til REIR20.
 
Tilkynning um nýtingu kaupréttar þarf þó að berast REIR20 eigi síðar en tilgreind dagsetning er skv. samningi (valréttartímabil).
 
Ef greitt er inná samning miðað við markaðsvirði eignarhluts REIR 20 lækkar framtíðar leiga í hlutfalli við það.

Án skriflegs samþykkis REIR20 er viðskiptavini óheimilt að gera breytingar á húsnæðinu sem ganga lengra en það viðhald sem viðskiptavini er skylt að inna af hendi.

Allar breytingar á eigninni sem ekki teljast til eðlilegs viðhalds er á kostnað kaupanda. 

REIR20 er óheimilt að synja um samþykki án réttmætrar ástæðu.

Já, kaupanda er heimilt að leigja út eignina og tekur leigugreiðslur að fullu til sín.

Kaupandi ber alla ábyrgð á eigninni gagnvart skemmdum og tjóni sem getur skapast við útleigu.

Aðilar gera með sér tvo samninga a) Sameignarsamning og b) Leigusamning. 
 
Meginsamningurinn er sameignarsamningur og tekur á skyldum og réttindum beggja aðila þe. viðskiptavinar sem er 80% eigandi eignarinnar og REIR20 sem er 20% eigandi. 
 
Leigusamningurinn tekur á hverjar greiðslur viðskiptavinar eru fyrir afnot af eignarhlutnum.

Aparta Iceland ehf kt: 550125-0560 er þjónustuaðili Stefnis sem hýsir og rekur REIR20.

Hægt er að hafa samband við Aparta í gegnum heimsíðu þeirra www.aparta.is.

Áhætta kaupanda minnkar þar sem kaupandi kemur með minna eigið fé inn í fasteignakaupin heldur en í hefðbundnum fasteignaviðskiptum.

REIR20 er með allt að tvöfalt hærra hlutfall eigin fjár í eigninni og þar af leiðandi með meiri áhættu ef húsnæðisverð skyldi lækka.

Hafa samband

Hægt er að senda okkur fyrirspurn eða beiðni um símtal með því að fylla út formið hérna fyrir neðan.

Hafa samband