REIR20 er ný lausn fyrir kaupendur á eignum REIR verk. Þú leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði fasteignar – REIR20 leggur til allt að 20% á móti.
Fjárfestum saman í þinni framtíð.
REIR20 er sjóður sem léttir undir með þér við fasteignakaup. Sjóðurinn leggur til allt að 20% af kaupverði eignarinnar og gerist meðeigandi í eigninni sem þú hefur engu að síður 100% ráðstöfunarrétt yfir.
REIR20 er sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur hentað fyrstu kaupendum og þeim sem vilja stækka eða minnka við sig.
REIR20 er sjóður sem miðar að því að aðstoða þig við fasteignakaup. Sjóðurinn leggur til allt að 20% af kaupverði eignarinnar og gerist meðeigandi í eigninni sem þú hefur 100% ráðstöfunarrétt yfir.
REIR20 er sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur hentað fyrstu kaupendum og þeim sem vilja stækka eða minnka við sig.
Þú finnur eign frá REIR verk sem hentar þér. Þú hefur samband við fasteignasöluna RE/MAX, sem fer yfir greiðslutilhögun, þína útborgun auk framlags REIR20.
Þú gerir kauptilboð í eignina.
Eftir samþykkt tilboð tekur við fjármögnun hjá lánastofnun.
Við lok hennar er gerður kaup-, sameignar- og leigusamningur með fasteignasölunni RE/MAX.
REIR20 heldur á allt að 20% eignarhlut út samningstímann sem er 3-10 ár.
Fasteignasali boðar til afsals þegar skilyrði kaupsamnings hafa verið uppfyllt.
Þú ert orðinn eigandi íbúðarinnar, ásamt REIR20 og þú hefur 100% ráðstöfunarrétt yfir henni.
Á samningstímanum getur þú selt eignina eða keypt hlut REIR20.
REIR20 er sjóður í eigu hjónanna Hilmars Kristinssonar og Rannveigar Eir Einarsdóttur, eigenda verktakafyrirtækisins REIR verk. REIR verk er fjölskyldufyrirtæki með áratugareynslu af byggingu fasteigna á höfuðborgarsvæðinu. REIR20 er hýstur og rekinn af sjóðastýringafélaginu Stefni.
Samningsskilmálar í stuttu máli:
• Samningstími: 3-10 ár.
• Þú býrð í eigninni eða leigir hana út og greiðir sem nemur 5% af eignarhlut REIR20 í leigu á ári.
• Leigan er gerð upp við lok samnings.
• Engar mánaðarlegar leigugreiðslur eru á samningstímanum.
REIR20 hjálpar þér að komast fyrr inn á fasteignamarkaðinn, án kvaða eða tekjuskilyrða.
Þú leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði fasteignar. REIR20 leggur til allt að 20% á móti og verður þannig meðeigandi, en þú hefur 100% yfirráð yfir íbúðinni.
Um er að ræða 10 ára samkomulag þar sem kaupandinn getur keypt hlut REIR20 hvenær sem er innan tímabilsins, að þremur árum liðnum.
Samkomulagið gildir í 10 ár. Eftir þrjú ár geturðu byrjað að kaupa hlut REIR20 í einu eða nokkrum skrefum.
Fyrir hlut sinn innheimtir REIR20 5% leigu á ári sem greiðist ekki fyrr en samkomulaginu lýkur eða við sölu eignarinnar. Mánaðarlegar greiðslur eru engar og framlag REIR20 ber enga vexti.
Kaup á fasteign er stórt skref – REIR20 stígur það með þér.
Hægt er að senda okkur fyrirspurn eða beiðni um símtal með því að fylla út formið hérna fyrir neðan.